Á síðasta ári hófu Raf ehf. og verkfræðistofan Mannvit samstarf sem byggir á sameiginlegri þekkingu og reynslu fyrirtækjanna á rafgæðun, þ.e. eyðingu launafls og harmónískra truflana.
Verkefnin byggja á greiningarvinnu tæknimanna Raf ehf. sem fylgt er eftir með ítarlegri skýrslugerð sérhæfðra verkfræðinga Mannvits.
Slík greining gefur fyrirtækjum ítarlega mynd af stöðu rafmagnsmála í rafkerfum sem í mörgum tilfellum eru orðin bæði flókin og viðkvæm.
Afleiðingar slakra rafgæða geta birst í hárri bilanatíðni sem svo leiðir af sér vinnutöp.
Bæði fyrirtækin eiga sér áratuga sögu í rannsóknar- og þróunarvinnu á þessu sviði.
Samvinna þeirra er því stórt skref í átt til bættrar orkunýtingar.