RAF EHF SINNIR RANNSÓKNUM Á ORKUNÝTINGU Í USA

Undanfarna mánuði hafa mælingar staðið yfir  fyrir bandarísk útgerðarfyrirtæki. Mælingar hafa verið gerðar m.a. í Starbound, flaggskipi Aleautian Spray Fisheries og einnig í Northern Hawk sem er í eigu Coastal Villages, en það er sameignarfélag byggðarlaga í Alaska. 
Framundan eru mælingar í Ocean Alaska sem er stærsta verksmiðjuskip Bandaríkjanna, nánar má fræðast um það skip hér.

ElCorrect lausnir frá Raf ehf hafa verið í notkun í Alaska undanfarin sex ár. Með slíkum lausnum er hægt að stórbæta orkunýtingu, en slíkt er ekki síst nauðsynlegt þar sem stórar verksmiðjur eru keyrðar á tugum díeselrafstöðva með tilheyrandi kostnaði. 
Meðal notenda ElCorrect lausna er Trident Seafoods, stærsta útgerðarfyrirtæki í USA. 

Leave a Reply